Viktor Gísli í úrvalsliðinu

Viktor Gísli Hallgrímsson.
Viktor Gísli Hallgrímsson. mbl.is/Óttar

Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppni EM 2026 eftir góða frammistöðu í sigrum Íslands gegn Bosníu og Hersegóvínu og Georgíu á dögunum.

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, stóð fyrir valinu og þar þótti Íslendingurinn skara fram úr á meðal markvarða.

Ísland vann Bosníu 32:26 í Laugardalshöll á miðvikudag og Georgíu 30:25 ytra á sunnudag. Þar með er íslenska liðið með fjögur stig á toppi 3. riðils undankeppninnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert