Heppinn að sleppa lifandi úr bílslysinu

Sveinbjörn Pétursson í Ashdod í Ísrael þar sem hann býr …
Sveinbjörn Pétursson í Ashdod í Ísrael þar sem hann býr í dag. Ljósmynd/Saskia Lorenz

Handboltamarkvörðurinn Sveinbjörn Pétursson gekk óvænt til liðs við ísraelska félagið Hapoel Ashdod í sumar eftir fjögur ár í herbúðum Aue í Þýskalandi. Ashdod er stærsta hafnarborg Ísraels, rúmlega 30 kílómetrum sunnan við Tel Aviv og tæpum 50 kílómetrum norðan við Gasa-ströndina.

Sveinbjörn, sem er 35 ára gamall, er fyrsti íslenski handboltamaðurinn sem leikur með atvinnumannaliði í Ísrael en ferill hans er afar áhugaverður.

Hann er uppalinn á Akureyri og hóf ferilinn með Þór. Hann hefur einnig leikið með Akureyri, sameiginlegu liði Þórs og KA, HK og Stjörnunni hér á landi. Alls lék hann í átta ár með Aue í Þýskalandi, fyrst frá 2012 til 2016. Þá á hann að baki 11 A-landsleiki fyrir Ísland.

„Þessir fyrstu mánuðir hérna í Ísrael hafa verið mjög góðir,“ sagði Sveinbjörn í samtali við Morgunblaðið.

Lenti í alvarlegu bílslysi

Sveinbjörn lenti í alvarlegu bílslysi árið 2018 og ákvað af þeim sökum að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið 2018-19 en tók þá svo fram á nýjan leik árið 2020 og samdi við Aue í Þýskalandi.

„Ég var að keyra heim af æfingu með Stjörnunni í Garðabænum veturinn 2018. Ég er að keyra út á aðreynina í átt að Ikea, úr Garðabænum. Þar er bíll sem tekur fram úr mér vinstra megin en svo missir bílstjórinn stjórn á bílnum hjá sér og hann tekur í raun u-beygju á akreininni. Hann neglir beint framan á mig og bíllinn minn fer eina og hálfa veltu og endar út í hrauni. Þetta leit hrikalega út og miðað við það hversu illa þetta leit út þá slapp ég ótrúlega vel. Ég fékk hins vegar í bakið eftir þetta og það eru langvarandi meiðslin sem þetta slys skildi eftir sig.“

Viðtalið við Sveinbjörn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert