Fer áfram hamförum í úrvalsdeildinni

Baldur Fritz Bjarnason.
Baldur Fritz Bjarnason. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Hinn 17 ára gamli Baldur Fritz Bjarnason heldur áfram að fara hamförum fyrir ÍR-inga en hann skoraði ellefu mörk í tapi liðsins fyrir Stjörnunni, 38:33, í 10. umferð úrvalsdeildarinnar í handbolta í Garðabænum í kvöld. 

Eftir leikinn er Stjarnan í sjöunda sæti með tíu stig en ÍR er í tólfta og neðsta sæti með fimm stig. 

Stjörnumenn voru aðeins sterkari en ÍR-ingar allan leikinn og unnu að lokum fimm marka sigur. 

Starri Friðriksson átti sjálfur stórleik fyrir Stjörnuna en hann skoraði tíu mörk. 

Starri Friðriksson.
Starri Friðriksson. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Mörk Stjörnunnar: Starri Friðriksson 10, Tandri Már Konráðsson 5, Hans Jörgen Ólafsson 5, Sveinn Andri Sveinsson 4, Jóhannes Björgvin 4, Jóel Bernburg 3, Pétur Árni Hauksson 3, Egill Magnússon , Rytis Kazakevicius 1, Hrannar Bragi Eyjólfsson 1. 

Varin skot: Adam Thorstensen 17. 

Mörk ÍR: Baldur Fritz Bjarnason 11, Bernard Kristján Darkoah 5, Sigurvin Jarl Ármannsson 4, Bjarki Steinn Þórisson 4, Andri Freyr Ármansson 2, Egill Skorri Vigfússon 2, Viktor Freyr Viðarsson 2, Eyþór Ari Waage 1, Bergþór Róbertsson 1, Hrannar Ingi Jóhannsson 1. 

Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 8, Arnór Freyr Stefánsson 5, Alexander Ásgrímsson 1. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert