Góður lokakafli dugði FH-ingum ekki

Jóhannes Berg Andrason úr FH sækir að marki Toulouse í …
Jóhannes Berg Andrason úr FH sækir að marki Toulouse í kvöld. Bakary Diallo er til varnar. mbl.is/Arnþór

FH mátti þola tap, 29:25, gegn Toulouse í lokaleik sínum í H-riðli í Evrópudeild karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. FH endar í neðsta sæti riðilsins með tvö stig. 

Gestirnir frá Tolouse byrjuðu með látum og komust í 5:1 og svo 8:2. FH var því að elta allan hálfleikinn.

Sóknarleikur FH-inga óx eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn en illa gekk að saxa á forskot franska liðsins.

Þegar uppi var staðið munaði sjö mörkum, 14:7. Ásbjörn Friðriksson var eini leikmaður FH sem skoraði meira en eitt mark í hálfleiknum en hann gerði tvö.

FH byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og saxaði á forskotið. Munurinn var fimm mörk, 24:19, þegar seinni hálfleikur var hálfnaður.

FH-ingar minnkuðu svo muninn í tvö mörk þegar tvær mínútu voru eftir, 27:25. Nær komust þeir þó ekki því Tolouse skoraði tvö síðustu mörkin.

Jóhannes Berg Andrason og Ásbjörn Friðriksson skoruðu sex mörk hvor fyrir FH og Jón Bjarni Ólafsson gerði fimm. Goncalo Vieira skoraði sjö fyrir Toulouse.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Evrópudeildin í handbolta opna loka
kl. 21:13 Leik lokið Porto 37:29 Valur - Góður fyrri hálfleikur hjá Val en heimamenn í Porto mun sterkari í seinni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert