Lærisveinar Arnórs unnu stórsigur

Arnór Atlason.
Arnór Atlason. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Lærisveinar Arnórs Atlasonar í Holstebro unnu átta marka sigur, 38:30, gegn Ringsted í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla í dag.

Holstebro situr í fimmta sæti deildarinnar með 15 stig en Ringsted er í níunda sæti með 12 stig.

Þetta er annað tímabil Arnórs með Holstebro en hann tók við liðinu árið 2023.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert