Pólland hafði betur gegn Portúgal með minnsta mun, 22:21, í annarri umferð C-riðilsins á Evrópumóti kvenna í handknattleik í Basel í dag.
Bæði lið töpuðu fyrsta leik sínum á Evrópumótinu en Pólland er með tvö stig í þriðja sæti riðilsins á meðan Portúgal er neðst án stiga.
Monika Kobylinska skoraði sjö mörk fyrir Pólland en Mariana Ferreira Lopes skoraði fimm fyrir Portúgal.