Gamla ljósmyndin: Var með á EM fyrir 14 árum

Rut Jónsdóttir
Rut Jónsdóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íþrótta­deild Morg­un­blaðsins og mbl.is held­ur áfram að gramsa í mynda­safni Morg­un­blaðsins og birta á mbl.is á laug­ar­dög­um. 

Örv­henta skytt­an Rut Jóns­dótt­ir lék með landsliðinu í loka­keppni EM í hand­knatt­leik í Aust­ur­ríki á dög­un­um og miðlaði þar af reynslu sinni en reynsla og upp­lif­un Rut­ar úr at­vinnu­mennsk­unni verður ekki keypt út í búð.

Varð hún til að mynda fyrst ís­lenskra kvenna til að verða dansk­ur meist­ari í hand­knatt­leik. Árið 2019 varð hún dansk­ur meist­ari með Es­bjerg og sigraði í Evr­ópu­keppni fé­lagsliða, EHF-bik­arn­um með Tvis Hoster­bro árið 2013 ásamt Þóreyju Rósu Stef­áns­dótt­ur. 

Rut var í liði Íslands sem lék í fyrsta skipti í loka­keppni stór­móts í Árós­um árið 2010 eða fyr­ir fjór­tán árum síðan. Rut og Sunna Jóns­dótt­ir eru þær einu í leik­manna­hópn­um sem enn eiga sæti í landsliðinu en ein­hverj­ir leik­menn úr þeim hópi komu við sögu hjá fé­lagsliðum á ár­inu eins og Kar­en Knúts­dótt­ir og Anna Úrsúla Guðmunds­dótt­ir. Rut skoraði 6 mörk í leikj­un­um þrem­ur í loka­keppni EM 2010. 

Á meðfylgj­andi mynd sæk­ir Rut að marki Aust­ur­rík­is í undan­keppn­inni fyr­ir EM 2010. Leik­ur­inn fór fram á Hlíðar­enda haustið 2009 eða fyr­ir rúm­um fimmtán árum. Mynd­ina tók Eggert Jó­hann­es­son sem enn mynd­ar fyr­ir mbl.is og Morg­un­blaðið. 

Ísland vann Aust­ur­ríki 29:25 og átti sig­ur­inn stór­an þátt í því að Ísland komst í loka­keppni kvenna í fyrsta skipti. Skoraði Rut 3 mörk í leikn­um en var þó ein­ung­is 19 ára göm­ul. 

Rut er upp­al­in í HK en hef­ur einnig leikið með KA/Þ​ór og nú Hauk­um hér heima en á Ak­ur­eyri vann hún alla bik­ara sem í boði voru hér heima. Rut var í tólf ár í efstu deild í Dan­mörku en auk Tvis Hol­ste­bro og Es­bjerg spilaði hún með Rand­ers og Midtjyl­l­and. 

Rut hef­ur leikið 122 A-lands­leiki og skorað 245 mörk. Ef töl­ur yfir stoðsend­ing­ar og fiskuð víti væri á reiðum hönd­um þá væru þær upp­lýs­ing­ar ef­laust mjög áhuga­verðar í henn­ar til­felli.  

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert