Til hamingju með sæti á öðru heimsmeistaramótinu í röð

Rut Arnfjörð Jónsdóttir og Berglind Þorsteinsdóttir eftir leik með landsliðinu …
Rut Arnfjörð Jónsdóttir og Berglind Þorsteinsdóttir eftir leik með landsliðinu á EM 2024. Ljósmynd/Jon Forberg

Kvennalandslið Íslands í handbolta: Til hamingju með sæti á öðru heimsmeistaramótinu í röð.

Auðvitað getur allt gerst í íþróttum, sem betur fer, og enginn leikur er unninn fyrir fram.

En Ísland mun sigra Ísrael í tveimur leikjum samanlagt í umspilinu um sæti á HM 2025. Ekki síst þar sem ljóst er að báðir leikirnir fara fram hér á landi í apríl. Sigurliðið í einvíginu fer á HM 2025 í Hollandi og Þýskalandi.

Það fer ekkert á milli mála að íslenska liðið var heppið þegar dregið var í umspilinu í Vín á sunnudaginn.

Heppni er hluti af íþróttum en íslenska liðið vann fyrir henni. Sigurinn gegn Úkraínu á EM í Innsbruck á dögunum tryggði liðinu sæti í efri styrkleikaflokki.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert