Allt varð vitlaust hjá mótherjum Íslands

Allt varð vitlaust eftir sparkið.
Allt varð vitlaust eftir sparkið. Ljósmynd/Skjáskot

Slóvenía og Katar mættust í dag í því sem átti að heita vináttuleikur karla í handbolta í Slóveníu en Slóvenía er með Íslandi í riðli á HM sem hefst í næstu viku.

Varð allt vitlaust átta mínútum fyrir leikslok þegar Katarbúinn Frankis Marzo tók upp á því að sparka til leikmanna Slóveníu.

Eins og gefur að skilja voru leikmenn Slóveníu allt annað en sáttir, veittust að Marzo og úr urðu átök á milli beggja liða.

Að lokum fékk Marzo rautt spjald. Atvikið gerðist í stöðunni 31:27 og vann Slóvenía öruggan sigur, 38:30.

Atvikið má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert