Markahæst í Noregi

Dana Björg Guðmundsdóttir skoraði þrjú mörk.
Dana Björg Guðmundsdóttir skoraði þrjú mörk. Ljósmynd/Jon Forberg

Fjellhammer mátti þola naumt tap, 29:28, gegn Pors í B-deild Noregs í handbolta í kvöld.

Þrátt fyrir tapið átti Birta Rún Grétarsdóttir flottan leik fyrir Fjellhammer, skoraði sex mörk og var markahæst í sínu liði.

Í sömu deild vann Volda þriggja marka útisigur á Flint Tönsberg, 30:27. Dana Björg Guðmundsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir Volda.

Liðin eru jöfn í tveimur efstu sætunum með 25 stig eftir 14 leiki.

Í efstu deild hafði Fredrikstad betur gegn Gjerpen á útivelli, 32:30. Elías Már Halldórsson þjálfar Fredrikstad, sem er í 11. sæti af 14 liðum með sex stig eftir tólf leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert