Bikarmeistarar Vals heimsækja ÍBV til Vestmannaeyja í átta liða úrslitum bikarkeppni kvenna í handknattleik. Dregið var í Minigarðinum í Skútuvogi í hádeginu í dag.
Tveir aðrir úrvalsdeildarslagir eru á dagskrá þar sem Fram mætir Stjörnunni í Úlfarsárdal og ÍR fær Hauka í heimsókn í Skógarsel í Breiðholti.
Víkingur úr Reykjavík er eina liðið úr 1. deild sem var í drættinum og fær Gróttu, botnlið úrvalsdeildarinnar, í heimsókn í Safamýrina.
Leikirnir fara fram 4. og 5. febrúar.
Drátturinn í átta liða úrslit:
ÍBV - Valur
Fram – Stjarnan
ÍR - Haukar
Víkingur R. - Grótta