Svekktur að vinna ekki

Orri Freyr Þorkelsson, Ýmir Örn Gíslason og Viggó Kristjánsson spiluðu …
Orri Freyr Þorkelsson, Ýmir Örn Gíslason og Viggó Kristjánsson spiluðu allir vel í gærkvöldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísland gerði í gærkvöldi jafntefli við Svíþjóð, 31:31, í vináttuleik karla í handbolta í Kristianstad. Var leikurinn liður í undirbúningi beggja liða fyrir lokamót HM en Ísland leikur fyrsta leik gegn Grænhöfðaeyjum næstkomandi fimmtudag í Zagreb.

Leikmenn og þjálfarar íslenska liðsins voru svekktir með að missa leikinn niður í jafntefli í lokin en Ísland var með 31:29-forskot þegar rétt rúmar tvær mínútur voru til leiksloka. Svíar skoruðu tvö síðustu mörkin og tryggðu sér jafntefli.

„Strax eftir leik er ég svekktur að vinna ekki. Við vorum með tækifæri til þess undir lokin. Það voru einhverjar sveiflur í þessu. Það var eitthvað gott og annað sem við þurfum að gera betur. Við kíkjum á það og reynum að laga þessa hluti fyrir laugardaginn (morgundaginn),“ sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson í samtali við Morgunblaðið eftir leik en liðin mætast aftur í Malmö á morgun, laugardag.

Góð sókn en lengi til baka

Sóknarleikur Íslands gekk vel stóran hluta leiks. Ellefu íslenskir leikmenn komust á blað og hinn magnaði Andreas Palicka, sem hefur oft verið Íslendingum erfiður, varði lítið í sænska markinu.

„Það voru margir sem sýndu góða frammistöðu og margt gott sem ég sá. Ég var ánægður með varnarleikinn framan af, þegar við náðum að skila okkur í vörn. Ég er verulega ósáttur með hvernig við skiluðum okkur til baka og fengum klaufaleg mörk í bakið,“ sagði Snorri Steinn.

Viðtalið við Snorra Stein má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert