ÍR og Selfoss gerðu jafntefli, 17:17, í hörkuleik í 11. umferð úrvalsdeildar kvenna í handknattleik í dag.
Eftir leikinn er ÍR í sjötta sæti deildarinnar með sjö stig en Selfoss er í fjórða með níu.
Selfyssingar unnu fyrri hálfleikinn, 9:8, en ÍR vann seinni hálfleikinn, 9:8, og skildu liðin því jöfn.
Sara Dögg Hjaltadóttir fór á kostum í liði ÍR-inga og skoraði ellefu af sautján mörkum liðsins.
Mörk ÍR: Sara Dögg Hjaltadóttir 11, Vaka Líf Kristinsdóttir 2, Katrín Tinna Jensdóttir 2. Dagmar Guðrún Pálsdóttir 1, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 1.
Varin skot: Hildur Öder Einarsdóttir 12.
Mörk Selfoss: Perla Ruth Albertsdóttir 7, Katla María Magnúsdóttir 5, Arna Kristín Einarsdóttir 2, Hulda Hrönn Bragadóttir 1.
Varin skot: Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 15.