Íslendingaliðið Kristianstad náði í kvöld í dýrmæt stig á útivelli þegar það vann Hallby á útivelli í sænsku úrvalsdeild kvenna í handknattleik, 32:25.
Kristianstad hafði tapað sjö af fyrstu tíu leikjum sínum á tímabilinu og var í tíunda sæti af tólf liðum fyrir leikinn. Liðið er nú með átta stig í níunda sætinu. Hallby er í sjötta sæti með 13 stig og missti af tækifæri til komast í þriðja sæti deildarinnar.
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og Berta Rún Harðardóttir voru báðar með eitt mark og eina stoðsendingu fyrir Kristianstad í leiknum.