Gamla ljósmyndin: Línusending

Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson

Íþrótta­deild Morg­un­blaðsins og mbl.is held­ur áfram að gramsa í mynda­safni Morg­un­blaðsins og birta á mbl.is á laug­ar­dög­um.

Þegar Íslend­ing­ar og Dan­ir und­ir­bjuggu sig fyr­ir loka­keppni HM karla í hand­knatt­leik árið 1993 komu Dan­ir hingað til lands og léku þrjá vináttu­lands­leiki í lok fe­brú­ar 1993. Ísland vann báða leik­ina sem spilaðir voru í Laug­ar­dals­höll­inni en Dan­ir unnu leik­inn sem fram fór í KA-heim­il­inu á Ak­ur­eyri. 

Í fyrsta leikn­um lék örv­henta skytt­an Sig­urður Sveins­son A-lands­leik núm­er 200 og var í fínu formi en hann skoraði alls 18 mörk í leikj­un­um þrem­ur.

Í þriðja vináttu­leik liðanna í Laug­ar­dals­höll­inni náði Bjarni Ei­ríks­son, ljós­mynd­ari Morg­un­blaðsins, þess­ari frá­bæru mynd en Sig­urður virðist ein­fald­lega vera að gefa send­ingu á Bjarna ef marka má mynd­ina. Mynda­tak­an sýn­ir vel hversu miklu máli staðsetn­ing­ar skipta fyr­ir þá sem mynda keppn­ir í íþrótt­um. 

Þess­ir takt­ar Sig­urðar eru mjög kunn­ug­leg­ir fyr­ir hand­boltaunn­end­ur. Hann horf­ir upp í stúku og laum­ar bolt­an­um inn á lín­una en á ensku er þetta kallað „no look pass“ sem kunn­ugt er.

Í þessu til­felli hef­ur Geir Sveins­son vænt­an­lega gripið bolt­ann en sam­vinna þeirra var rómuð í lands­leikj­um á fyrri hluta tí­unda ára­tug­ar­ins. Dan­inn Frank Jörgensen nær ekki að koma í veg fyr­ir línu­send­ing­una en hann var einn helsti varn­ar­maður Dana á þess­um árum. 

Liðin áttu eft­ir að mæt­ast í mill­iriðli á HM í Svíþjóð 1993 og hafði Ísland bet­ur 27:22. Ni­kolaj Jac­ob­sen, nú­ver­andi landsliðsþjálf­ari Dana, var þá í vinstra horn­inu en stóð í skugga Bjarka Sig­urðsson­ar í leikn­um.  

Sem stend­ur standa Dan­ir okk­ur fram­ar í íþrótt­inni en HM karla er nú í full­um gangi og leika Íslend­ing­ar í Za­greb í Króa­tíu.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert