FH-ingurinn sterkur í Svíþjóð

Einar Bragi Aðalsteinsson spilaði vel.
Einar Bragi Aðalsteinsson spilaði vel. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristianstad mátti þola tap á útivelli gegn Helsingborg, 33:27, í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Þrátt fyrir tapið átti Einar Bragi Aðalsteinsson góðan leik fyrir Kristianstad og skoraði sex mörk.

Einar og félagar eru í þriðja sæti með 23 stig eftir 19 umferðir.

Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði fjögur mörk fyrir Amo er liðið tapaði á útivelli gegn Skövde, 35:28. Amo er í 12. sæti með 14 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert