Íslenski markvörðurinn magnaður

Ísak Steinsson, til hægri, átti stórleik.
Ísak Steinsson, til hægri, átti stórleik. Ljósmynd/HSÍ

Drammen vann í dag fimm marka sigur á Halden, 29:24, á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Ísak Steinsson, leikmaður U20 landsliðs Íslands, átti stórleik fyrir Drammen og varði 14 skot í marki liðsins, þar af tvö víti. Drammen er í sjötta sæti deildarinnar með 19 stig.

Topplið Kolstad hafði betur gegn Bækkelaget á útivelli, 29:24. Sigvaldi Björn Guðjónsson og Benedikt Gunnar Óskarsson skoruðu þrjú mörk hvor fyrir Kolstad, Arnór Snær Óskarsson gerði tvö mörk og Sveinn Jóhannsson eitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert