Aldís heldur uppteknum hætti í Svíþjóð

Aldís Ásta Heimisdóttir í leik með Skara.
Aldís Ásta Heimisdóttir í leik með Skara. Ljósmynd/Viktor Ljungström

Aldís Ásta Heimisdóttir heldur áfram að spila mjög vel með liði sínu Skara í sænska handboltanum. 

Skara vann tíu marka sigur á Önnered, 30:20, í Skara í kvöld. 

Aldís skoraði sex mörk í liði Skara sem er í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig, tveimur stigum frá toppnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert