Fram burstaði Stjörnuna, 37:17, í úrvalsdeild kvenna í átta liða úrslitum bikarkeppni kvenna í handknattleik í Úlfarsárdal í kvöld.
Fram er komið áfram í undanúrslitin ásamt Haukum og bikarmeisturum Vals en innan skamms rætist hvort Víkingur úr Reykjavík eða Gróttu fylgi liðunum þremur.
Framliðið var tólf mörkum yfir í hálfleik, 18:6, og jók aðeins forskot sitt í þeim seinni.
Þá stóð Darija Zecevic vaktina vel í marki Fram og varði 12 skot með 60% markvörslu.
Mörk Fram: Alfa Brá Hagalín 6, Lena Margrét Valdimarsdóttir 6, Harpa María Friðgeirsdóttir 4, Hildur Lilja Jónsdóttir 4, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 3, Karen Knútsdóttir 3, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Steinunn Björnsdóttir 2, Kristrún Steinþórsdóttir 2, Íris Anna Gísladóttir 2, Sara Rún Gísladóttir 2, Berglind Þorsteinsdóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 12, Ethel Gyða Bjarnasen 5.
Mörk Stjörnunnar: Embla Steindórsdóttir 8, Tinna Sigurrós Traustadóttir 4, Eva Björk Davíðsdóttir 3, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 1, Anna Lára Davíðsdóttir 1.
Varin skot: Sigrún Ásta Möller 7, Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 3.