Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs á ársþingi HSÍ 5. apríl næstkomandi.
Handbolti.is greindi frá. Varaformaðurinn Reynir Stefánsson mun heldur ekki gefa kost á sér til stjórnar HSÍ.
Guðmundur hefur verið formaður HSÍ frá árinu 2013 en hann tók við af Knúti Haukssyni.