Orri stórkostlegur í Portúgal

Orri Freyr Þorkelsson.
Orri Freyr Þorkelsson. mbl.is/Eyþór Árnason

Landsliðsmaðurinn Orri Freyr Þorkelsson átti stórleik í stórsigri Sporting á Funchal, 42:23, í 32-liða úrslitum portúgalska bikarsins í handknattleik. 

Sporting er komið áfram í 16-liða en liðið er núverandi Portúgals-og bikarmeistari. 

Orri Freyr skoraði heil tíu mörk fyrir Sporting-liðið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert