Íslenska landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir er langbesti leikmaður úrvalsdeildar kvenna í handbolta að mati Einars Inga Hrafnssonar, fyrrverandi atvinnumanns og leikmanns Aftureldingar.
Einar var gestur Ingvars Ákasonar í þættinum Handboltakvöld á Handboltapassanum og ræddu þeir félagar m.a. um Elínu, sem hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar síðan hún skaust ung upp á stjörnuhimininn með Haukum.
Myndskeið af umræðunum má sjá hér fyrir neðan en mbl.is færir ykkur efni úr Handboltakvöldi í samstarfi við Handboltapassann.