HK vann óvæntan sigur á Haukum, 30:29, í úrvalsdeild karla í handbolta á heimavelli sínum í Kórnum í kvöld. Eftir leikinn eru Haukar í fimmta sæti með 18 stig og HK í sjöunda sæti með 14.
Haukar voru skrefi á undan nánast allan fyrri hálfleikinn og komust í 10:7. Munaði þó aðeins einu marki í hálfleik, 16:15.
HK byrjaði seinni hálfleikinn á að komast í 18:17 og var staðan 25:24 þegar seinni hálfleikur var hálfnaður.
Eftir það var mikil spenna og skiptust liðin á að skora. Eftir æsispennandi lokakafla reyndust HK-ingar ögn sterkari.
Mörk HK: Tómas Sigurðarson 6, Leó Snær Pétursson 6, Sigurður Jefferson Guarino 5, Kári Tómas Hauksson 3, Hjörtur Ingi Halldórsson 3, Haukur Ingi Hauksson 2, Haukur Ingi Hauksson 2, Aron Dagur Pálsson 1, Júlíus Flosason 1, Andri Þór Helgason 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 13.
Mörk Hauka: Össur Haraldsson 7, Hergeir Grímsson 5, Skarphéðinn Ívar Einarsson 3, Birkir Snær Steinsson 3, Adam Haukur Baumruk 2, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 2, Freyr Aronsson 2, Hinrik Hugi Heiðarsson 2, Þráinn Orri Jónsson 2, Andri Fannar Elísson 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 7, Aron Rafn Eðvarðsson 3.