Melsungen hafði betur gegn Göppingen, 30:23, í Íslendingaslag í efstu deild þýska handboltans í dag.
Elvar Örn Jónsson skoraði fimm mörk fyrir Melsungen en samherji hans Arnar Freyr Arnarsson var ekki með vegna meiðsla. Ýmir Örn Gíslason komst ekki á blað fyrir Göppingen.
Melsungen er áfram á toppi deildarinnar með 32 stig eftir 18 leiki. Göppingen er í 14. sæti með 10 stig.