Stórleikur Óðins dugði ekki til

Óðinn Þór Ríkharðsson í leik með íslenska landsliðinu.
Óðinn Þór Ríkharðsson í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Óttar

Landsliðsmaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson átti stórleik fyrir Kadetten Schaffhausen er liðið tapaði gegn Kriens, 28:25, í undanúrslitum svissneska bikarsins í kvöld.

Óðinn Þór gerði sér lítið fyrir og skoraði níu mörk úr níu skotum í leiknum og var markahæsti leikmaður vallarins.

Kriens mun mæta Wacker Thun í úrslitaleik í bikarnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert