Stórsigur Valskvenna í Vestmannaeyjum

Þórey Anna skýtur að marki ÍBV í dag.
Þórey Anna skýtur að marki ÍBV í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Íslands- og bikarmeistarar Vals unnu sannfærandi útisigur á ÍBV, 32:22, í 15. umferð úrvalsdeildar kvenna í handknattleik í dag. 

Valskonur eru með 28 stig á toppnum og aðeins eitt tap á tímabilinu. Eyjakonur eru þó í verri málum eða næstneðsta sæti með aðeins sex stig. 

Valur náði forystunni snemma og var níu mörkum yfir í hálfleik, 18:9. Eftir það var ekki aftur komið hjá ÍBV. 

Mörk Vals: Þórey Anna Ásgeirsdóttir 8, Hildur Björnsdóttir 6, Lilja Ágústsdóttir 4, Lovísa Thompson 3, Thea Imani Sturludóttir 2, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 2, Elísa Elíasdóttir 2, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 1, Elín Rósa Magnúsdóttir 1, Guðrún Hekla Traustadóttir 1. 

Varin skot: Hafís Renötudóttir 15, Silja Meuller 2. 

Mörk ÍBV: Britney Cots 7, Sunna Jónsdóttir 3, Ásta Björt Júlíusdóttir 2, Ásdís Halla Hjarðar 2, Yllka Shatri 2, Birna Berg Haraldsdóttir 2, Agnes Lilja Styrmisdóttir 1, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 1, Klara Káradóttir 1. 

Varin skot: Ólöf Maren Bjarnadóttir 8,  Bernódía Sif Sigurðardóttir 2. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka