KA skellti ÍR í Breiðholtinu

Patrekur Stefánsson var markahæstur í liði KA í dag.
Patrekur Stefánsson var markahæstur í liði KA í dag. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

ÍR tók á móti KA í 16. umferð efstu deildar karla í handbolta í dag. Leikið var í Breiðholti og endaði leikurinn með fimm marka sigri KA, 39:34.

Eftir leikinn er KA í 9. sæti með 12 stig en ÍR er í því 11. með 8 stig.

Þetta var mikilvægur leikur í botnbaráttu efstu deildarinnar en aðeins tvö stig skildu liðin að fyrir leik.

Það voru heimamenn í ÍR sem byrjuðu betur og eftir um tíu mínútna leik leiddi ÍR með þremur mörkum, 7:4.

Þá tóku gestirnir að norðan við sér og tókst KA að jafna leikinn eftir rúmar 19 mínútur í 13:13. Jafnt var á með liðunum þar til á 40. mínútu þegar staðan var 26:26.

Þá byrjuðu gestirnir að skríða framúr og skoraði KA sjö mörk í röð og breytti stöðunni í 26:33.

KA liðið hélt forystunni út leikinn og vann að lokum fimm marka sigur, 39:34.

Hjá KA var Patrekur Stefánsson markahæstur en hann skoraði níu mörk og Einar Rafn Eiðsson gerði þá sjö mörk. Nicolai Horntvedt Kristensen var öflugur í marki KA en hann varði 14 skot.

Hjá ÍR var Baldur Fritz Bjarnason lang markahæstur með 13 mörk og Bernard Kristján Darkoh skoraði 8 mörk. Þá varði Ólafur Rafn Gíslason 11 skot í marki ÍR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert