Efnilegir framlengja við Fram

Max Emil Stenlund og Dagur Fannar Möller.
Max Emil Stenlund og Dagur Fannar Möller. Ljósmynd/Fram

Handknattleiksmennirnir Dagur Fannar Möller og Max Emil Stenlund hafa skrifað undir nýja samninga við Fram sem gilda til sumarsins 2028.

Dagur Fannar er 21 árs línumaður sem er á sínu öðru tímabili með Fram eftir að hafa komið frá uppeldisfélagi sínu Val.

Max Emil er aðeins 17 ára gamall, leikur í stöðu hægri skyttu, og er þrátt fyrir ungan aldur á sínu öðru tímabili með aðalliði Fram.

„Það er ánægjulegt að framlengja samninga við Dag Fannar og Max Emil. Báðir eru þeir öflugir liðsmenn sem leggja hart að sér innan sem utan vallar og það verður gaman að sjá þá vaxa enn frekar í sínum hlutverkum innan liðsins á komandi árum,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, í tilkynningur frá handknattleiksdeild félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert