Lést aðeins 21 árs

Jemima Kabeya.
Jemima Kabeya. Ljósmynd/IHF

Franski handknattleiksmarkvörðurinn Jemima Kabeya er látin aðeins 21 árs að aldri.

Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, greinir frá en tekur ekki fram dánarorsök. Franskir miðlar segja Kabeya hafa látist úr heilahimnubólgu.

Kabeya var efnilegur aðalmarkvörður Plan-de-Cuques í frönsku 1. deildinni þar sem hún var með 35,6 prósent markvörslu á yfirstandandi tímabili.

Hún hafði ekki leikið fyrir A-landslið Frakklands en var hluti af U20-ára liði Frakka á HM 2022 þegar liðið hafnaði í 13. sæti.

Búið er að fresta tveimur næstu deildarleikjum Plan-de-Cuques vegna skyndilegs fráfalls Kabeya.

„Hún var geysilega hæfileikaríkur markvörður og fyrirmyndar liðsfélagi en Jemima var umfram allt geislandi ung kona sem einkenndist af gífurlegri gæsku. Bros hennar og framlag mun skilja eftir óafmáanlegar minningar í hjörtum okkar og sögu Handball Plan-de Cuques,“ sagði í tilkynningu frá félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert