Mathias Gidsel, besti handknattleiksmaður heims, skrifaði á dögunum undir nýjan samning við þýska félagið Füchse Berlín.
Bild segir frá en í nýja samningnum fær Gidsel 50 þúsund evrur á mánuði, eða rúmar 7,3 milljónir íslenskra króna.
Gidsel hefði getað tryggt sér hærri laun með því að færa sig um set, samkvæmt Bob Hannig, framkvæmdastjóra Füchse Berlín.
Gidsel fór algjörlega á kostum þegar Danir urðu mjög örugglega heimsmeistarar í handbolta 2. febrúar síðastliðinn.