Rúmliggjandi á spítala með hjartabólgur

Kári Kristján Kristjánsson í leik með ÍBV.
Kári Kristján Kristjánsson í leik með ÍBV. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kári Kristján Kristjánsson var ekki með ÍBV í sigri liðsins á FH í tvíframlengdum leik og vítakeppni í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í handknattleik. 

Ástæðan er sú að Kári var rúmliggjandi á spítala í Reykjavík með hjartabólgur en þetta kemur fram í umfjöllun RÚV. 

Kári mun ekki spila handbolta á næstunni en hann er nýkominn aftur til Vestmannaeyja eftir vikulanga sjúkrahúsdvöl í Reykjavík. 

Kári veiktist fyrstu helgi mánaðarins og steinlá næturnar tvær á undan úrslitaleik HM í svitakófi. Hann tók þátt í umfjöllun RÚV á úrslitaleiknum 2. febrúar og hélt svo heim til Vestmannaeyja daginn eftir. 

Ástand Kára versnaði eftir það en hann spilaði rúmar tíu mínútur í útileik ÍBV gegn Fjölnis fimmtudaginn 6. febrúar. Hann fór í læknisskoðun sem varð til þess að hann var sendur með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. 

Kári gekkst svo í öryggisskyni undir hjartaþræðingu á Landspítalanum þó svo að allar kransæðar litu nokkuð vel út. Þetta var illnauðsynleg varúðarráðstöfun þar sem Kári var komin með mikla hjartabólgu og gildin hækkuðu mjög hratt. Það liðu um tveir sólarhringar frá því að Kári var lagður inn á sjúkrahúsið þar til bólgurnar fóru að hjaðna almennilega,“ kemur fram í umfjöllun RÚV. 

Þar segir jafnframt að handboltaferill Kára sé í uppnámi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert