Sannfærandi sigur ÍR-inga

Sara Dögg Hjaltadóttir skoraði fimm mörk fyrir ÍR.
Sara Dögg Hjaltadóttir skoraði fimm mörk fyrir ÍR. mbl.is/Ólafur Árdal

ÍR vann sannfærandi sigur gegn Stjörnunni, 28:20, í úrvalsdeild kvenna í handknattleik í dag.

Úrslitin þýða að ÍR er komið upp fyrir Stjörnuna í fimmta sæti með 11 stig eftir 16 leiki. Stjarnan er í sjötta sæti með 10 stig.

Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks og var staðan 7:7 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Þá tók við frábær kafli ÍR-inga sem náðu átta marka forystu þegar flautað var til hálfleiks, 17:9.

Stjarnan náði ekki að saxa á forskot ÍR í seinni hálfleik. ÍR vann því öruggan átta marka sigur, 28:20.

Ásthildur Bertha Bjarkadóttir og Sara Dögg Hjaltadóttir voru markahæstar hjá ÍR með fimm mörk hvor. Í liði Stjörnunnar var Eva Björk Davíðsdóttir markahæst með sex mörk.

Ingunn María Brynjardóttir gerði sér lítið fyrir og varði 14 skot í marki ÍR eða með 42,4% markvörslu. Í marki Stjörnunnar varði Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 13 skot eða var með 31,7% markvörslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert