Dótturinni að þakka að hann hætti að reykja

„Það er dóttur minni að þakka að ég hætti að reykja,“ sagði handknattleiksmaðurinn fyrrverandi Sigfús Sigurðsson í Dagmálum.

Sigfús, sem er 49 ára gamall, er af mörgum talinn einn besti línumaður sem Ísland hefur átt en hann vann til silfurverðlauna með íslenska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008.

Fannst leiðinlegt að læra

Sigfús reykti allan sinn feril en ákvað að hætta að reykja eftir samning sem hann gerði við dóttur sína.

„Hún átti erfitt með einbeitingu í skólanum og fannst leiðinlegt að læra stærðfræði og íslensku,“ sagði Sigfús.

„Ég gerði samning við hana um það að ef hún stæði sig vel í skólanum þá myndi hún fá verðlaun í desember. Hún stóð sig frábærlega og fékk verðlaunin og í janúar gerði ég sama samning við hana.

Hún valdi það að ég myndi hætta að reykja og ég þurfti bara að standa við það,“ sagði Sigfús meðal annars.

Viðtalið við Sigfús í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Sigfús Sigurðsson.
Sigfús Sigurðsson. mbl.is/Kristófer
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert