Gísli fór meiddur af velli

Gísli Þorgeir Kristjánsson meiddist snemma leiks.
Gísli Þorgeir Kristjánsson meiddist snemma leiks. mbl.is/Eyþór

Landsliðsmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson fór meiddur af velli er hann og liðsfélagar hans í þýska liðinu Magdeburg mættu Aalborg í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld.

Gísli meiddist á ökkla snemma leiks og kom nær ekkert við sögu. Ekki er víst hve alvarleg meiðslin eru en Ómar Ingi Magnússon lék ekki með Magdeburg í leiknum vegna meiðsla.

Þrátt fyrir áfallið fagnaði Magdeburg naumum sigri, 32:31. Liðið er í 5. sæti B-riðils með 11 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert