Stóð vel fyrir sínu í Portúgal

Stiven Tobar Valencia átti fínan leik.
Stiven Tobar Valencia átti fínan leik. mbl.is/Eyþór

Landsliðsmaðurinn Stiven Tobar Valencia átti flottan leik fyrir Benfica er liðið rústaði Belenenses í efstu deild portúgalska handboltans í kvöld.

Stive var næstmarkahæstur í sínu liði með sex mörk. Aðeins Fabio Silva skoraði meira eða níu.

Benfica er í toppsæti deildarinnar með 18 sigra og þrjú töp. Sporting og Porto eiga bæði tvo leiki til góða og geta farið upp fyrir Benfica.

Þorsteinn Leó Gunnarsson leikur með Porto og Orri Freyr Þorkelsson með Sporting.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka