Viktor Gísli Hallgrímsson átti ein bestu tilþrifin á meðal markvarða í Meistaradeild Evrópu í handbolta í vikunni.
Viktor átti stórleik fyrir pólska liðið Wisla Plock er það sigraði Füchse Berlín frá Þýskalandi, 32:27, í gærkvöldi.
Hann átti sérstaklega góða vörslu í fyrri hálfleik í stöðunni 13:7 sem samfélagsmiðladeild Meistaradeildarinnar tók eftir og valdi eina af fimm bestu vörslum umferðarinnar.
Tilþrifin mögnuðu hjá Viktori má sjá hér fyrir neðan en hans varsla er sú síðasta í röðinni á myndskeiðinu.
𝗧𝗢𝗣 𝟱 𝗦𝗔𝗩𝗘𝗦 – round 12 #CLM
— EHF Champions League (@ehfcl) February 21, 2025
➡️ 1. Viktor HALLGRÍMSSON
➡️ 2. Ivan PESIC
➡️ 3. NIKOLA MITREVSKI
➡️ 4. Roland MIKLER
➡️ 5. Sergey HERNANDEZ
Fav one? #ehfcl #handball pic.twitter.com/9bJVxL2wDe