Stórkostleg tilþrif Viktors Gísla (myndskeið)

Viktor Gísli Hallgrímsson átti magnaða vörslu.
Viktor Gísli Hallgrímsson átti magnaða vörslu. mbl.is/Eyþór

Viktor Gísli Hallgrímsson átti ein bestu tilþrifin á meðal markvarða í Meistaradeild Evrópu í handbolta í vikunni.

Viktor átti stórleik fyrir pólska liðið Wisla Plock er það sigraði Füchse Berlín frá Þýskalandi, 32:27, í gærkvöldi.

Hann átti sérstaklega góða vörslu í fyrri hálfleik í stöðunni 13:7 sem samfélagsmiðladeild Meistaradeildarinnar tók eftir og valdi eina af fimm bestu vörslum umferðarinnar.

Tilþrifin mögnuðu hjá Viktori má sjá hér fyrir neðan en hans varsla er sú síðasta í röðinni á myndskeiðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka