Gummersbach gerði sér lítið fyrir og vann stórsigur á Rhein-Neckar Löwen í 1. deild þýska handboltans í dag, 36:25.
Elliði Snær Viðarsson var frábær á línunni hjá Gummersbach og gerði sjö mörk. Markahæstur var hinsvegar þýska skyttan Miro Schluroff en hann gerði tíu mörk.
Teitur Örn Einarsson var ekki með Gummersbach í dag og þá er Guðjón Valur Sigurðsson þjálfari liðsins.
Eftir sigurinn er Gummersbach komið í níunda sæti með 20 stig en Rhein-Neckar Löwen er í sjöunda sæti með 23 stig.