Haukar fékk tékkneska liðið Hazena Kynzvart í heimsókn á Ásvelli í dag en leikurinn var seinni leikur liðanna í 8-liða úrslitum Evrópubikar kvenna í handbolta. Haukakonur unnu leikinn með fimm mörkum, 27:22, en það var ekki nóg því fyrri leikurinn tapaðist ytra með ellefu marka mun.
Haukaliðið mætti grimmt til leiks og skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins. Inga Dís Jóhannsdóttir skoraði síðan sjötta mark Hauka á 10. mínútu og leiddu Haukakonur með þremur mörkum, 6:3.
Þá tók við frábær kafli hjá Haukaliðinu sem skoraði sex mörk gegn einu og komst í átta marka forystu, 12:4.
Í hálfleik var staðan 15:8, Haukum í vil og vantaði Haukakonum aðeins fjögur mörk í viðbót til að jafna einvígið.
Tékkarnir komu þá mun sterkari út í seinni hálfleikinn og saxaði jafnt og þétt á forystu Haukakvenna en á 52. mínútu skoraði Veronika Vávrová mark sem minnkaði muninn niður í þrjú mörk, 22:19.
Leikurinn endaði síðan með með fimm marka sigri Hauka, 27:22.
Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst í liði Hauka með sjö mörk en Inga Dís Jóhannsdóttir gerði 6 mörk. Sara Sif Helgadóttir var frábær í marki Hauka en hún varði 17 skot og var með 49% markvörslu.