Martha Hermannsdóttir var vígð inn í goðsagnahöll handknattleiksdeildar KA en hún er sú fyrsta í sögu KA/Þór til að vera tekin inn.
Martha var tekin inn í höllina í dag fyrir leik KA/Þórs og Víkings. KA/Þór hafði betur gegn Víkingi, 21:14, en liðið hafði fyrir leik tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili.
KA hefur tekið inn karla inn í höllina og má þar nefna Guðjón Val Sigurðsson, Patrek Jóhannesson, Valdimar Grímsson, Arnór Atlason og Jóhannes Gunnar Bjarnason.
Martha varð Íslandsmeistari árið 2021 með KA/Þór en hún var þá fyrirliði liðsins. Sömuleiðis varð Martha bikarmeistari með félaginu.