Landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson var stórgóður fyrir Dinamo Búkarest er liðið hafði betur gegn Buzau, 30:26, í efstu deild rúmenska handboltans í dag.
Haukur var markahæstur í leiknum en hann skoraði sjö mörk og gaf fimm stoðsendingar í leiknum.
Dinamo er á toppi deildarinnar með 49 stig eftir 17 leiki en liðið hefur ekki enn tapað leik á tímabilinu.