Haukur á leið til Þýskalands

Haukur Þrastarson.
Haukur Þrastarson. mbl.is/Eyþór Árnason

Landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson er á leiðinni til þýska handknattleiksfélagsins Rhein-Nekar Löwen í sumar. 

RT Handball segir frá en Haukur mun yfirgefa Dinamo Búkarest í Rúmeníu eftir aðeins eitt ár hjá félaginu. 

Haukur, sem er uppalinn hjá Selfossi, gekk ungur að aldri til Kiecle í Póllandi og var þar í fjögur ár. 

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari ráðlagði Hauki að fara í betri deild eftir HM í handbolta í janúar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert