Hættur með landsliðinu eftir fimm stóra titla

Luka Karabatic leikur ekki oftar í franska landsliðsbúningnum.
Luka Karabatic leikur ekki oftar í franska landsliðsbúningnum. AFP/Aris Messinis

Handknattleiksmaðurinn reyndi Luka Karabatic hefur tilkynnt að hann sé hættur að leika með franska landsliðinu.

Karabatic er 36 ára línumaður, litli bróðir Nikola Karabatic sem lagði skóna á hilluna á síðasta ári, fertugur að aldri.

Luka á að baki 171 landsleik fyrir Frakkland og hefur tvisvar orðið heimsmeistari, tvisvar Evrópumeistari og einu sinni Ólympíumeistari með liðinu.

Hann hefur leikið allan sinn feril í Frakklandi og með París SG frá árinu 2015 en þar hefur hann orðið franskur meistari undanfarin níu ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert