Keppnishöll Íslendingaliðsins brann

Grétar Ari Guðjónsson varði áður mark Hauka.
Grétar Ari Guðjónsson varði áður mark Hauka. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Hluti keppnishallar franska handknattleiksfélagsins Ivry varð eldi að bráð í gær að því er kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Grétar Ari Guðjónsson og Darri Aronsson eru báðir leikmenn karlaliðsins, sem leikur í efstu deild Frakklands.

„Hið hörmulega atvik að heimavöllur US Ivry, Auguste Delaune keppnishöllin, varð eldi að hluta til að bráð átti sér stað mánudaginn 24. febrúar 2025. Þessi dagsetning er nú brennimerkt í sögu Delaune-hallarinnar, arfleifð handknattleiksins og félagsins okkar.

En þrátt fyrir það mun dagsetningin einnig marka tímamót og endurnýjun. Þrátt fyrir að við séum í sárum erum við viss um og nokkuð bjartsýn að framtíðin beri eitthvað gott með sér,“ sagði í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert