Þjálfari Viggós rekinn

Viggó Kristjánsson er leikmaður Erlangen.
Viggó Kristjánsson er leikmaður Erlangen. Ljósmynd/Erlangen

Þýska handknattleiksfélagið Erlangen hefur vikið þjálfara karlaliðsins, Martin Schwalb, frá störfum eftir aðeins nokkra mánuði við stjórnvölinn.

Schwalb tók við stjórnartaumunum hjá Erlangen, þar sem landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson leikur, í október síðastliðnum en tókst ekki að rétta gengi liðsins við.

Undir stjórn Schwalbs vann Erlangen sér aðeins inn fimm stig í 15 leikjum í þýsku 1. deildinni, þar sem liðið rær lífróður í 17. sæti af 18 liðum, þremur stigum frá öruggu sæti.

Tvö neðstu liðin falla beint niður í B-deild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert