Simon Pytlick, ein af stjörnum heimsmeistara Danmerkur og þýska stórliðsins Flensburg, varð fyrir því óláni að brotna á framhandlegg þegar Flensburg gerði jafntefli við Toulouse í Evrópudeildinni í handknattleik í gærkvöldi.
Pytlick reyndi skot í leiknum í gær og varnarmaður Toulouse fór í hann með þeim afleiðingum að Daninn brotnaði. Myndataka í dag staðfesti beinbrot og mun Pytlick gangast undir skurðaðgerð í Flensburg.
Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að ekki sé vitað að svo stöddu hversu lengi hann megi eiga von á að vera frá keppni vegna meiðslanna.