Andri Finnsson, handnattleiksmaður úr Val, getur átt yfir höfði sér meira en eins leiks bann vegna atviks í leik liðsins gegn Fjölni í úrvalsdeildinni í síðustu viku.
Málið var tekið fyrir hjá aganefnd HSÍ en frestað um sólarhring. Í úrskurði nefndarinnar segir að það sé mat aganefndar að brot leikmannsins geti verðskuldað lengra bann en einn leik.