Góðar fréttir fyrir Valsmenn

Allan Norðberg verður áfram hjá Val.
Allan Norðberg verður áfram hjá Val. mbl.is/Anton Brink

Handknattleiksmaðurinn Allan Norðberg hefur framlengt samning sinn við Val til ársins 2027.

Allan kom til Vals sumarið 2023 eftir nokkurra ára veru hjá KA. Hann átti sinn þátt í að Valur varð Evrópubikar- og bikarmeistari á síðustu leiktíð.

Færeyingurinn getur spilað í horninu og skyttunni og þá er hann sterkur varnarmaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert