Stjarnan leikur til bikarúrslita gegn annað hvort Fram eða Aftureldingu eftir sigur á að því er virtist andlausum Eyjamönnum 34:29 á Ásvöllum í kvöld.
Stjörnumenn byrjuðu leikinn vel, skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins og náðu undirtökunum í fyrri hálfleik. Eyjanenn voru aldrei langt undan, minnkuðu muninn í 2:1 og var munurinn 1-2 mörk mest allan fyrri hálfleik.
Eyjamenn fengu fjöldan allan af tækifærum til að jafna og ná forskoti í leiknum en tókst einungis að jafna leikinn í tvígang í fyrri hálfleik. Það var í stöðunum 15:15 og 16:16.
Eyjamenn gátu komist yfir í stöðunni 16:16 en mistókst og náði Stjarnan forskoti 17:16 þegar 23 sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik. Eyjamenn freistuðu þess að jafna leikinn en misstu boltann og tókst Stjörnumönnum að skora mark á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks.
Staðan í hálfleik 18:16 í jöfnum leik.
Ísak Logi Einarsson skoraði 5 mörk og fiskaði eitt víti í fyrri hálfleik fyrir Stjörnuna. Adam Thorstensen byrjaði leikinn vel í marki Stjörnunnar og varði 4 skot en síðan missti hann taktinn.
Nökkvi Snær Óðinsson var frábær í vinstra horni Eyjamanna og skoraði 4 mörk í fyrri hálfleik eftir að Adam hafði varið fyrsta skot leiksins frá honum. Pavel Miskevich varði 6 skot í fyrri hálfleik og Petar Jokanovic varði eitt skot.
Stjörnumenn byrjuðu seinni hálfleik af krafti, skoruðu tvö fyrstu mörkin auk þess sem Sigurður Dan Óskarsson varði fyrsta skot Eyjamanna í seinni hálfleik.
Stjörnumenn náðu sex forskoti í stöðunni 26:20 og leit út fyrir að mestur vindur væri farinn úr Eyjamönnum. Stjarnan jók forskotið í 7 marka mun í sötðunni 29:22 og gekk lítið upp hjá Eyjamönnum á sama tíma. Markvarslan var lítil sem engin á meðan Sigurður Dan Óskarsson varði nokkur mikilvæg skot fyrir Stjörnuna.
Þegar tæplega 9 mínútur voru eftir af leiknum var munurinn orðinn 9 mörk í stöðunni 31:22 og allur vindur farinn úr ÍBV.
Eyjamenn reyndu að minnka muninn og búa sér til tækifæri til að knýja fram framlengingu en allt kom fyrir ekki. Þeim tókst að minnka muninn niður í 6 mörk en þá var of lítið eftir af leiknum til að láta kné fylgja kviði. Fór svo að Stjörnumenn unnu öruggan 5 marka sigur.
Ísak Logi Einarsson skoraði 6 mörk fyrir Stjörnuna. Sigurður Dan Óskarsson varði 6 skot og Adam Thorstensen 4 skot.
Andri Erlingsson skoraði 6 mörk, þar af eitt úr víti fyrir Eyjamenn. Pavel Miskevich varði 8 skot og Petar Jokanovic 4 skot.
Fram | 30:30 | Afturelding |
![]() |
---|---|---|---|
Hraðaupphlaup og Afturelding yfir í fyrsta skipti, 30 sekúndum fyrir leikslok. Jahérna hér! | Árni Bragi Eyjólfsson (Afturelding) skoraði mark