Stjarnan í bikarúrslit eftir sigur á ÍBV

Leikmenn Stjörnunnar fagna sigrinum ásamt stuðningsmönnum í kvöld.
Leikmenn Stjörnunnar fagna sigrinum ásamt stuðningsmönnum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Stjarnan leikur til bikarúrslita gegn annað hvort Fram eða Aftureldingu eftir sigur á að því er virtist andlausum Eyjamönnum 34:29 á Ásvöllum í kvöld. 

Stjörnumenn byrjuðu leikinn vel, skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins og náðu undirtökunum í fyrri hálfleik. Eyjanenn voru aldrei langt undan, minnkuðu muninn í 2:1 og var munurinn 1-2 mörk mest allan fyrri hálfleik.

Eyjamenn fengu fjöldan allan af tækifærum til að jafna og ná forskoti í leiknum en tókst einungis að jafna leikinn í tvígang í fyrri hálfleik. Það var í stöðunum 15:15 og 16:16.

Eyjamenn gátu komist yfir í stöðunni 16:16 en mistókst og náði Stjarnan forskoti 17:16 þegar 23 sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik. Eyjamenn freistuðu þess að jafna leikinn en misstu boltann og tókst Stjörnumönnum að skora mark á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks.

Staðan í hálfleik 18:16 í jöfnum leik.

Andri Erlingsson í strangri gæslu hjá Pétri Árna Haukssyni í …
Andri Erlingsson í strangri gæslu hjá Pétri Árna Haukssyni í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Ísak Logi Einarsson skoraði 5 mörk og fiskaði eitt víti í fyrri hálfleik fyrir Stjörnuna. Adam Thorstensen byrjaði leikinn vel í marki Stjörnunnar og varði 4 skot en síðan missti hann taktinn.

Nökkvi Snær Óðinsson var frábær í vinstra horni Eyjamanna og skoraði 4 mörk í fyrri hálfleik eftir að Adam hafði varið fyrsta skot leiksins frá honum. Pavel Miskevich varði 6 skot í fyrri hálfleik og Petar Jokanovic varði eitt skot.

Stjörnumenn byrjuðu seinni hálfleik af krafti, skoruðu tvö fyrstu mörkin auk þess sem Sigurður Dan Óskarsson varði fyrsta skot Eyjamanna í seinni hálfleik. 

Stjörnumenn náðu sex forskoti í stöðunni 26:20 og leit út fyrir að mestur vindur væri farinn úr Eyjamönnum. Stjarnan jók forskotið í 7 marka mun í sötðunni 29:22 og gekk lítið upp hjá Eyjamönnum á sama tíma. Markvarslan var lítil sem engin á meðan Sigurður Dan Óskarsson varði nokkur mikilvæg skot fyrir Stjörnuna.

Þegar tæplega 9 mínútur voru eftir af leiknum var munurinn orðinn 9 mörk í stöðunni 31:22 og allur vindur farinn úr ÍBV. 

Jóhannes Björgvin skýtur að marki í leiknum í kvöld.
Jóhannes Björgvin skýtur að marki í leiknum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Eyjamenn reyndu að minnka muninn og búa sér til tækifæri til að knýja fram framlengingu en allt kom fyrir ekki. Þeim tókst að minnka muninn niður í 6 mörk en þá var of lítið eftir af leiknum til að láta kné fylgja kviði. Fór svo að Stjörnumenn unnu öruggan 5 marka sigur.

Ísak Logi Einarsson skoraði 6 mörk fyrir Stjörnuna. Sigurður Dan Óskarsson varði 6 skot og Adam Thorstensen 4 skot.

Andri Erlingsson skoraði 6 mörk, þar af eitt úr víti fyrir Eyjamenn. Pavel Miskevich varði 8 skot og Petar Jokanovic 4 skot. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Fram 30:30 Afturelding opna
60. mín. Árni Bragi Eyjólfsson (Afturelding) skoraði mark Hraðaupphlaup og Afturelding yfir í fyrsta skipti, 30 sekúndum fyrir leikslok. Jahérna hér!
Liverpool 2:0 Newcastle opna
63. mín. Alexis Mac Allister (Liverpool) skorar 2:0 - Frábær skyndisókn! Tonali missir boltann á miðjunni og Mac Allister ber boltann upp áður en hann leggur boltann út til hægri á Salah. Salah dregur tvo menn í sig og leggur svo boltann aftur út á Mac Allister sem klárar með frábæru skoti í fjærhornið. Frábært mark.

Leiklýsing

Stjarnan 34:29 ÍBV opna loka
60. mín. Sigurður Dan Óskarsson (Stjarnan) varði skot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert