Valsmaðurinn fékk þriggja leikja bann

Andri Finnsson í leik með Val.
Andri Finnsson í leik með Val. mbl.is/Eyþór

Andri Finnsson, línumaður Vals í handknattleik, hefur verið úrskurðaður í þriggja leikja bann af aganefnd Handknattleikssambands Íslands, HSÍ.

Andri hlaut útilokun með skýrslu vegna sérstaklega hættulegrar aðgerðar í leik Vals gegn Fjölni í úrvalsdeildinni í síðustu viku.

Í úrskurði aganefndar segir að Valur hafi skilað inn greinargerð þar sem sjónarmiðum félagsins var komið á framfæri auk þess sem framlögð myndbönd hafi verið skoðuð.

Leikbannið tekur gildi á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert