Íslendingaliðið Veszprém vann stórsigur gegn Eger, 47:31, í efstu deild ungverska handboltans í dag.
Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson skoraði fjögur mörk fyrir Veszprém en samherji hans, Aron Pálmarsson, komst ekki á blað.
Veszprém er áfram á toppi deildarinnar með 32 stig.
Janus Daði Smárason og félagar í Pick Szeged unnu sannfærandi sigur gegn Budakálász, 34:24, í dag.
Janus skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum. Pick Szeged er í öðru sæti deidldarinnar með 30 stig, tveimur stigum á eftir Veszprém.